Andstæður
„Í verkum mínum nota ég oft fjöldaframleidda nytjahluti, byggingarefni, textíl og alls kyns mjúk eða hörð efni sem til falla og finna má í nánasta umhverfi mínu. Þannig má segja að hráefnið sem ég nota séu hlutir/ efni sem endurspegla kafla úr eigin lífi eða sögu, en um leið líka lífi samtíðarmanna. Ég leita eftir að ná fram ákveðinni spennu milli ólíkra efna við gerð verkanna en einnig geta þau léttilega runnið saman. Þessar andstæður hafa alltaf heillað mig í lífinu og listum.“
Þórdís Alda Sigurðardóttir 2008