Árið 2001 var um margt merkilegt ár. Þá gerðust óvæntir atburðir sem mörgum finnst hafa breytt heimsmyndinni og eru enn í fersku minni manna. Þá fóru líka nokkrir tuga hörpuskelja í ferðalag til Ástralíu, en þær voru hluti af myndlistarverki, nánar tiltekið til Tasmaníu og seinna til Sydney. Ári síðar voru þær aftur mættar heim til Íslands og hafa hvílst í dimmum kassa síðan. Nú árið 2019 verða skeljarnar viðraðar á Snæfellsnesi , en þar með er löngu hringferðalagi þeirra lokið því skeljarnar eru allar ættaðar úr Breiðafirði og bera vitni um hvað sjórinn færði okkur. Nokkrar vinaskeljar úr Kyrrahafinu deila nú með þeim stað í pokunum sem nú eru fylltir sandi af strönd Snæfellsness en geymdu áður sand af ströndum Ástralíu. Margt hefur breyst í heimshöfunum á þessum 18 árum sem liðin eru frá því verkið Sagnaþulir/ Storytellers varð til. Margar sorgarsögur og lýsingar má nú heyra og segja af ástandi úthafanna sem eru því miður ekki góður vitnisburður um búsetu manna hér á jörð.
2019 Þórdís Alda
Tasmania, Roaring Beach, 2001
Sydney, Bondi Beach, Australia, 2001
Hellissandur, Snaefellsnes, Iceland, 2019
Preparation