Fraction / Brotabrot 2020

THE WHEEL. ACROSS THE GOLDEN BRIDGE

The Reykjavik Association of Sculptors 2020, Grafarvogur, Reykjavik, Iceland

 

Photographs / aluminium/ concrete/ mirrors / 1900 x 1000 mm.  /. 1900x1000 mm

Að horfa fram á veginn er ákveðin áskorun um að gera betur en felur líka í sér von um betri tíma og tilhlökkun. Óþarfi er að endurtaka eitthvað sem er vonlaust og vont þó það hafi viðgengist árum og öldum saman. Tími til kominn, þó fyrr hefði verið, að sumu sé lokið og muni aldrei gerast aftur.

Þegar þú horfir í baksýninsspegil sérðu eitthvað sem þú hefur þegar farið framhjá en hverfur svo smámsaman sjónum þínum eftir því sem ferðalagið heldur áfram.

Verkið Brotabrot / Fraction var gert fyrir sýninguna Yfir Gullinbrú / Across the Golden Bridge sem var þriðja sýningin í sýningarröðinni Hjólið sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir á árunum 2018 – 2022 í tilefni af fimmtíu ára afmæli félagsins. Sýningarstjóri Yfir Gullinbrú var Birta

Guðjónsdóttir.

Verkið fjallar um ýmislegt sem ég veit og hef vitað um lengi að viðgengst í heiminum. Eitthvað hræðilegt sem ég hef alltaf óskað mér að ætti sér ekki stað. Eitthvað sem ég óska mér að eigi aldrei eftir að viðgangast framar. Brot af því kemur fram í verkinu í ljósmyndum á álplötum en sem

speglast líka í bílabaksýnisspeglum . Myndirnar sýna aðallega þá sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér og eru kúgaðir og þeim misþyrmt á einn eða annan hátt.

Helstu ljósmyndir í verkinu eru teknar af Marie Dorigny og Gerdius Dagys.

 

Þórdís Alda Sigurðardóttir / 2020

Preparation: