Footprints On The Galaxy | 2006

Points of Contact, Art Museum of Árnessýsla, Hveragerdi, Iceland, 2014

Footprints on the Galaxy | Spor á Vetrarbraut | 2006

Skór sem koma fyrir í verkum eftir mig hafa eitthvað með jarðsamband, ferðir og göngu mannsins að gera. Að fara frá einum stað til annars, að vera á hreyfingu. Skór eru hlutir sem vernda okkur en einnig tengjumst við jörðinni í gegnum þá bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Notaðir skór eru oft góður vitnisburður um þann sem notaði þá og gætu sagt margvíslegar sögur af ferðum sínum, ef þeir gætu talað.

 

Ég er á leið um himinhvolfið á grænu fínu skónum mínum og hvert sem ég lít, ber eitthvað kunnuglegt fyrir sjónir. Þarna er þessi og þarna er hinn. Þetta er rautt og þetta er blátt. Eitt er langt og annað stutt. Fuglarnir syngja hástöfum því sólin hefur lofað þeim góðum degi.Útsýnið er ómótstæðilegt og mig langar að fara langt  út í buskann, helst þangað sem ég  kemst varla, kannski þangað sem ég verð ósýnileg, jafnvel til tunglsins eða Mars eða einhvert lengra en ég þekki.

 

Ég er lukkunnar pamfíll því nú er ég komin á bak hestinum  mínum Ljósfara  og öðrum megin við okkur er tunglið en hinum megin sólin. Við erum bæði agnarsmá þarna á miðjum veginum, milli þessara tveggja geimrisa, og líka stór og klossuð  þegar mýfluga flýgur  framhjá. 

Náttúran segir mér að nú fari senn að vora. Hún ilmar, hún hljómar, hún vex, hún breytir um lit. 

Okkur virðast flestir  vegir færir og í samfylgd svona margra á langri leið, bæði hinna ósýnilegu og sýnilegu, nálægu og fjarlægu, stóru og smáu, skyldu menn ætla að hægt væri að læra eitthvað sem  kæmi sér vel fyrir líf  og heilsu þessarar plánetu. 

Ferðalag hennar er óslitið frá upphafi til enda. Hversu langt er það ferðalag? 

 

Þórdís Alda Sigurðardóttir 2006

The Provincialists, Listasavn Føroya (National Gallery of the Faroe Islands), Thorshavn, Faeroe Islands (catalogue) 

Excentrum, Kunsthuset Kabuso (The Art Centre Kabuso), Øystese, Norway, 2008

Studio